Samfélagsviðurkenning Húnaþings vestra

Í dag, 30. október 2019,  tók Ingibjörg Jónsdóttir fyrir hönd Leikflokks Húnaþings vestra við samfélagsviðurkenningu Húnaþings vestra í þágu leiklistar og menningar í sveitarfélaginu.

Þrátt fyrir að leiklist hafi ætíð skipað stóran sess í samfélaginu okkar þá hefur Leikflokkur Húnaþings vestra verið mjög virkur undanfarið og tekið að sér fjölmörg bæði skemmtileg og krefjandi verkefni sem hafa fallið vel í kramið.

Leikflokkurinn þakkar kærlega fyrir viðurkenninguna.

Deila þessu: