Starfið hefst að nýju

Nú fer nýtt leikár að hefjast hjá leikflokknum og mun félagið hefja starfsárið á fullum krafti. Haldinn verður fundur á neðri hæð Félagsheimilisins á Hvammstanga (gengið inn undir svölum) sunnudaginn 1. september kl. 17:00.

Félagið áformar að endurtaka leikinn frá liðnu leikári og setja upp tvær sýningar. Jólasýningu (barnaleikrit) í desember og páskasýningu um komandi páska

Við hvetjum alla sem áhuga hafa á að starfa með leikfélaginu að mæta, hvort sem um ræðir leikara, sviðsmenn eða annað tengt leikfélaginu. Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á fundinn en hafa áhuga á að vera með geta sent póst á leikur@leikflokkurinn.is og skráð sig þar.

Við hlökkum til komandi leikárs. 

Stjórn Leikflokks Húnaþings vestra

Deila þessu: