Lifi ljósið!

Í tengslum við uppsetningu söngleiksins Hárið hér í Húnaþingi vestra um páskana eru eftirfarandi pakkatilboð á miðum á sýninguna, gistingu og mat á svæðinu í gangi.

Tilboðin eru þessi

Hótel Laugarbakki:

Tveggja manna herbergi með baði ásamt morgunverði og 2 miðar á sýningu, kr. 20.000
Eins manns herbergi með baði ásamt morgunverði og miða á sýningu, kr. 13.500
20 % afsláttur af öllu á matseðli.
Hótelið er í 10 mínútna fjarlægð frá Hvammstanga.

Pantanir í síma: 519 8600

Smáhýsin á Hvammstanga

1 x smáhýsi (max 4 fullorðnir) og 2 miðar á sýningu, kr. 18.000
Uppábúin rúm, allt til þess að elda einfalda máltíð.

Pantanir í síma: 860-7700 eða á smahysi@gmail.com

Sjávarborg:

4ra rétta páska/leikhúss seðill
Fennel súpa , heimabakað brauð
Túnfiskur í tempura , paprikusulta
Svína lund , beikon vafðar stengjabaunir, kartöflu gnocci , demi glace
Brownie með ís.

Verð: 6900kr
(borðapantanir amk 2 tímum fyrir sýningu)

SÝNINGAR

Sýnt verður í Félagsheimilinu Hvammstanga dagana 17., 18., 19., 20. og 22. apríl kl. 21:00.

Forsölu miðaverð: 4800kr, forsala hefst 4. febrúar 2019
Almennt miðaverð : 5500kr

Hvammstangi er í tveggja klst. fjarlægð frá Reykjavík og Akureyri, orðið ókeypis í Hvalfjarðargöngin og því tilvalið að skella sér og upplifa húnvetnskt menningarlíf um páskana kryddað með góðum mat og kósý gistingu. Að auki býður Húnaþing uppá marga fallega staði sem hægt er að skoða.

Páskarnir eru til þess að njóta – LIFI LJÓSIÐ!

KAUPA MIÐA

Deila þessu: