Leikflokkur Húnaþings vestra

Leikfélag Hvammstanga og Leikdeild umf. Grettis sameinuðust í september 2018 í Leikflokk Húnaþings vestra.

Umf. Grettir

Ungmennafélagið Grettir var stofnað árið 1928. Félagið stóð fyrir uppbyggingu félagsheimilisins Ásbyrgis á Laugarbakka sem var reist árið 1933 og tveimur árum seinna eða 1935 er fyrsta uppsetning félagsins á leikritinu Maður og kona í Ásbyrgi. Allt til ársins 1982 voru sett upp leikrit með reglulegu millibili. Má nefna Orustan á Hálogalandi 1967, Skuggasveinn 1968, Frænka Charlie‘s 1969, Landabrugg og ást 1977 og Hreppstjórinn á Hraunhamri 1982. Árið 2004 hafði leikfélagið legið í dvala í rúm 20 ár en var þá ákveðið að setja aftur upp leikritið Frænka Charlie‘s. Síðan þá hafa verið sett upp verk á ca. tveggja ára fresti eða til ársins 2016 þegar ráðist var í eitt stærsta verkefnið hingað til í samstarfi við Leikflokkinn á Hvammstanga en var það söngleikurinn Súperstar.

 

Leikflokkurinn á Hvammstanga

Fyrstu leiksýningar á Hvammstanga hófust upp úr aldamótunum 1900. Ýmis félög settu upp leikrit í gamla Þinghúsinu en þar var gert sérstakt leiksvið í kringum 1930. Helstu drifkraftar á þessum árum voru Björn P Blöndal og Hólmfríður Jónsdóttir. Verulegt líf færðist í leikstarfsemina á Hvammstanga 1969 með tilkomu félagsheimilisins en það var vígt það ár, en þar er eitt af betri leiksviðum landsins allavega hvað varðar pláss og hljóðvist. Á árunum 1969 og 1970 settu Ungmennafélagið Kormákur og Kvenfélagið Björk upp leikrit í samstarfi félaganna. Árið 1971 stofnuðu þessi tvö félög Leikflokkinn á Hvammstannga og hefur hann starfað óslitið til þessa dags. Stjórn Leikflokksins var lengst af skipuð þremur fulltrúum frá hvoru félagi. Fram undir aldamótin 2000 setti leikflokkurinn upp eina og stundum tvær sýningar á ári, en eftir aldamót urðu sýningar strjálli. Margir leikstjórar settu upp sýningar hjá Leikflokknum, þeir Magnús Guðmundsson, Þröstur Guðbjartsson og Hörður Torfason leikstýrðu allir mörgum sýningum. Meðal leikrita sem sýnd voru á þessum árum má nefna: Kjarnorku og kvenhylli, Deleríum Búbonis, Stundarfrið, Gullna hliðið, Grenið, Jóa, Mann og konu, Skugga-Svein og Skáld-Rósu. Ásdís Pálsdóttir var ein af aðaladrifjöðrum leikflokksins meðan hún lifði, en mikill fjöldi fólks hefur lagt Leikflokknum lið bæði í leik og ekki síður í starfi baksviðs. Frá árinu 1989 hafa félagar í Leikflokknum á Hvammstanga séðu um skemmtiatriði á þorrablótum Umf. Kormáks og hefur þetta þróast út í rúmlega klukkustundar langa revíu úr
þorpslífinu sem er samin, leikin, sungin og lesin af félögum í Leikflokknum. Við þessa samantekt er stuðst við Sögu Hvammstanga. Ritað af Guðmundi Hauki Sigurðssyni 19.11.2018

 

Leikflokkur Húnaþings vestra

Árið 2018 var svo ákveðið að sameina félögin í Leikflokk Húnþings vestra og höfuðstöðvar þess eru Félagsheimilið Hvammstanga. Fyrsta sýning sem sameinað leikfélag setur á stokk er ævintýrið um Snædrottninguna, sem sýnt verður í byrjun desember 2018. Leikárið inniheldur einnig uppsetningu á söngleiknum Hárið en stefnt er á páska 2019.

SÝNINGAR

2018-11-04T20:31:20+00:00

Súperstar

Rokkóperan Súperstar, samin af Andrew Lloyd Webber og Tim Rice, fagnaði 45 ára afmæli haustið 2015, en hún var fyrst sett upp árið 1970 í New York í Bandaríkjunum.

2018-11-04T20:33:08+00:00

Öfugu megin uppí

Öfugu megin uppí segir frá Friðþjófi, sem tekur að sér að gæta sveitahótels systur sinnar á meðan hún bregður sér í frí. En það á ekki fyrir honum að liggja að eiga náðuga daga þar...

„Stærri hugmynd, og sniðugri útfærsla á Hollywood smellum eins og ‘Love Actually’ og ‘Valentine’s Day,’ þessi rómantíski gamanleikur treystir á gott handrit fremur en stjörnufans í sínum 8 tengdu ástarsögum. Það skiptist á með fallegum, svipmiklum texta, stamandi vandræðalegum
samræðum, og mörgum fyndnum sjónrænum bröndurum.“

NEW YORK TIMES, Um leikritið Hérumbil, Húnaþingi á frummálinu