Project Description
Hérumbil, Húnaþingi
Hérumbil, Húnaþingi er eftir John Cariani, og kallast Almost, Maine á frummálinu og var frumflutt á Íslandi 15.desember 2017 á sviði Félagsheimilis Hvammstanga.
Leikverkið var sýnt í nýrri þýðingu Ingunnar Snædal, sem var sérstaklega unnin fyrir Leikflokkinn á Hvammstanga.
Hérumbil, Húnaþingi hefur verið sett upp af 70 atvinnuleikfélögum, og yfir 2500 áhugaleikfélögum um heim allan (flestar uppsetningar eru þó bandarískar).
Sigurður Líndal Þórisson leikstýrði sýningunni og hafði þetta að segja um hversvegna Hérumbil, Húnaþingi varð fyrir valinu:
„Ég sá þetta leikrit fyrst árið 2005, í New York. þá var upphaflega uppsetningin komin frá Maine í höfuðstaðinn. Það var skyndiákvörðun að fara á þessa sýningu, ég vissi ekkert hvað ég var að fara að sjá, hún var ekki á listanum. Þegar ég kom heim til Bretlands aftur hafði ég samband við umboðsmenn höfundsins og borgaði smá aur til að tryggja að ég einn ætti réttinn á að setja verkið upp á Bretlandi næsta ár. Svo leið árið, og af ýmsum ástæðum varð ekki af því að ég setti leikritið upp – og ég ákvað aðendurnýja forgangsréttinn ekki. Og þannig hélt ég að daðri mínu við þetta leikrit væri lokið. En núna, 12 árum síðar, erum við farin að gjóa augunum hvort á annað aftur.
Ég vona að þetta sé staðurinn og stundin þar sem við áttum að finnast.“
„Stærri hugmynd, og sniðugri útfærsla á Hollywood smellum eins og ‘Love Actually’ og ‘Valentine’s Day,’ þessi rómantíski gamanleikur treystir á gott handrit fremur en stjörnufans í sínum 8 tengdu ástarsögum. Það skiptist á með fallegum, svipmiklum texta, stamandi vandræðalegum
samræðum, og mörgum fyndnum sjónrænum bröndurum.“