
Pétur pan
Öll börn verða stór. Öll nema eitt.
Þegar leiðtogi týndu barnanna, Pétur Pan, týnir skugga sínum í heimsókn til Lundúna, hjálpar hin ákveðna Vanda honum að festa skuggan aftur við sig. Í staðinn er henni boðið til Hvergilands.
Við fylgjumst með ævintýrum Péturs Pans og uppátækjasömu álfavinkonu hans, Skellibjöllu, þegar þau heimsækja börn í Lundúnum kvöld eitt, eftir að skyggja tekur. Með hjálp örlítils álfaryks hefja þau töfrandi ferð meðal stjarnanna sem ekkert þeirra mun nokkurn tíma gleyma. Allt frá tifandi krókódílum til grimma stríðsmanna, brjálaðra sjóræningja og sjálfs illmennisins Króks kafteins, þetta skemmtilega og sígilda ævintýri mun gleðja alla aldurshópa. Pétur Pan er fullkomin sýning fyrir barnið eilífa í okkur öllum!
FRÉTTIR
Pétur Pan
Leikflokkur Húnaþings vestra kynnir:Pétur Paneftir JM BarrieÞýðandi: Karl Ágúst [...]
Alþjóðlegur dagur leiklistar
Í dag er Alþjóðlegur dagur leiklistar. Svona í tilefni [...]
Af hverju?
Í Húnaþingi vestra hefur öflug leikstarfsemi verið við [...]
SÝNINGAR
Hérumbil, Húnaþingi
Hérumbil, Húnaþingi er eftir John Cariani, og kallast Almost, Maine á frummálinu og var frumflutt á Íslandi 15.desember 2017 á sviði Félagsheimilis Hvammstanga.
Öfugu megin uppí
Öfugu megin uppí segir frá Friðþjófi, sem tekur að sér að gæta sveitahótels systur sinnar á meðan hún bregður sér í frí. En það á ekki fyrir honum að liggja að eiga náðuga daga þar...
„Stærri hugmynd, og sniðugri útfærsla á Hollywood smellum eins og ‘Love Actually’ og ‘Valentine’s Day,’ þessi rómantíski gamanleikur treystir á gott handrit fremur en stjörnufans í sínum 8 tengdu ástarsögum. Það skiptist á með fallegum, svipmiklum texta, stamandi vandræðalegum
samræðum, og mörgum fyndnum sjónrænum bröndurum.“