Project Description

Öfugu megin uppí

Öfugu megin uppí segir frá Friðþjófi, sem tekur að sér að gæta sveitahótels systur sinnar á meðan hún bregður sér í frí. En það á ekki fyrir honum að liggja að eiga náðuga daga þar, því svo undarlega vill til að tvö pör hafa ákveðið, sitt í hvoru lagi, að gera sér glaðan dag og enn glaðari nótt á þessu sama hóteli. Þrátt fyrir vandlegan undirbúning og þá góðu trú að makinn sé heima að dunda sér í garðinum og gæta gull-fiskanna, tekur framvindan óvænta stefnu. Friðþjófur berst hetjulega við að halda öllu í horfinu – með tvenn hjón í vitlausum rúmum!

Öfugu megin uppí er eftir Derek Benfield. Handritið þýddi Árni Ibsen, leikstjóri var Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir. Leikmynd sáu Guðjón Þórarinn Loftsson, Gunnar Ægir Björnsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Hafdís María Skúladóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir um.

Ljós og alt muligt mand: Regína Þórarinsdóttir

Hljóð: Inga Þórey Þórarinsdóttir

Skipulag og utanumhald: Ingibjörg Jónsdóttir

Leikarar

Þórarinn Óli Rafnsson: Friðþjófur

Álfheiður Ösp Haraldsdóttir: Hulda

Herdís Harðardóttir: Svala

Gísli Grétar Magnússon: Reynir

Arnar Hrólfsson: Guðni

Frá sýningunni