Leikflokkur Húnaþings vestra kynnir :
Himinn og jörð
Söngleikurinn Himinn og jörð verður settur á fjalirnar í Félagsheimilinu Hvammstanga um páskana 2023.
Frumsaminn söngleikur útfrá lögum eftir Gunnar Þórðarson. Höfundur er Ármann Guðmundsson sem jafnframt fer með leikstjórn. Hljómsveitarstjóri er Ingibjörg Jónsdóttir. Danshöfundur er Chantelle Carey.
Himinn og jörð segir frá tilraunum geimvera frá plánetunni Gakóvest til að komast yfir ægilegasta gereyðingarvopn í alheiminum sem vill svo til að er á jörðinni því hvergi annarstaðar er ástin sterkari. Ástin er þó enn hættulegri en geimverurnar gera sér grein fyrir.
Fimm sýningar verða í boði og eru sýningardagarnir eftirfarandi:
Miðvikudaginn 5. apríl
Fimmtudaginn 6. apríl
Föstudaginn 7. apríl
Laugardagurinn 8. apríl
Mánudagurinn 10. apríl
Miðasalan fer fram á adgangsmidi.is. og hefst 1. mars 2023.
Húsið opnar kl. 20:00 og sýning hefst kl. 21:00.
Leave A Comment