Leikflokkur Húnaþings vestra kynnir:
Þytur í laufi
ævintýri við árbakkann
Leikflokkur Húnaþings setur upp hið bráðskemmtilega leikrit Þytur í laufi: ævintýri við árbakkann eftir Kenneth Grahame. Uppsetningin er í leikstjórn og leikgerð Gretu Clough og þýðingu Ingunnar Snædal.
Hinn vitri og sérvitri Greifingi, vatnselskandi Rotti og hinn feimni og innhverfi Moldi þurfa að hafa sig alla við að halda í bremsuna á kærulausa og auðuga Todda þegar hans nýjasta æði heltekur hann og veldur miklum usla í sveitinni kringum ánna.
Þetta er fyndið, ljúft og skemmtilegt leikrit fyrir alla fjölskylduna. Með heillandi og duttlungafullri frásögn sinni fangar „The Wind in the Willows“ kjarna ensku sveitarinnar og leggur áherslu á mikilvægi vináttu, tryggðar og mjög fallegrar tengingar við náttúruna og gleði sveitalífsins.
Frábært leikrit fyrir alla fjölskylduna og ein sú huggulegasta samverustund í aðdraganda jólahátíðarinnar.
Sýnt verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga dagana 14., 15., 16. og 17. desember 2023. Sýningartímar verða sem hér segir:
14., 15. og 16. desember kl. 19:30
17. desember kl. 14:00
Miðasala á adgangsmidi.is.
Leave A Comment